Húsamálarinn ehf er málningarþjónusta, við þjónustum bæði einstaklinga og fyrirtæki með alla almenna málningarvinnu, bæði innanhúss og utan.

Vönduð málningarvinna

Húsamálarinn hefur áratuga reynslu á alhliða málningarvinnu og við höfum óskir viðskiptavina ávallt að leiðarljósi.

Innanhúss málningarvinna

Við sinnum allri almennri málningarvinnu innanhúss:

 • Sandspörslun
 • Lökkun á gluggum, hurðum o.fl.
 • Málun á gólfum
 • Málun lofta og veggja

Utanhúss málningarvinna

Við sinnum allri almennri málningarvinnu utanhúss:

 • Málun á veggjum
 • málun á þaki
 • málun á tréverki s.s. gluggar, hurðir og þakkanti
 • viðarvörn á pallinn

Viðhald húsa

Auk vandaðrar málningarvinnu með góðum efnum kemur fleira til við reglulegt viðhald húsa. Undirbúningur skiptir mjög miklu máli:

 • háþrýstiþvottur
 • hreinsun á rennum
 • múrviðgerðir
 • sílanböðun

Við vinnum alla þessa viðhaldsvinnu og útvegum vinnulyftur og vinnupalla þar sem þess þarf.

Fáðu tilboð í verkið

Við komum á staðinn til þín og gerum þér tilboð í verkið, þér að kostnaðarlausu. Þér er velkomið að hafa samband eða hringja í síma: 698 6159.

Skoðaðu myndir af fyrri verkum okkar.